2. september byrjar sunnudagaskólinn í Lágafellskirkju kl. 13:00. Þar ætlum við að syngja af hjartans list um kærleikann, vináttuna og gleðina. Sögurnar af Jesú og öllum hinum úr biblíunni verða sagðar og skoðaðar út frá ýmsum hliðum. Sunnudagaskólinn er fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur og síðast en ekki síst, BÖRNIN OKKAR! Auðvitað bara ALLA!. Sjáumst í kirkjunni á sunnudaginn! Kv Bella æskulýðsfulltrúi og Þórður organisti.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
30. ágúst 2018 16:10