Kyrrðarstundir undir yfirskriftinni “Gríptu daginn” – í kyrrð verða í Mosfellskirkju laugardagana 19. maí og 2. júní. Á þessum kyrrðarstundum er Kyrrðarbæn (Centering Prayer) iðkuð, gengið er í fallegu umhverfi Mosfellsdals og lýkur stundinni með samveru og altarisgöngu í kirkjunni.
Allir velkomnir – þátttaka ókeypis. Umsjón hefur Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Upplýsingar og skráning: Í Safnaðarheimili Lágafellssóknar síma 5667113, á netfangið arndis.linn@lagafellskirkja.is eða hjá Arndís í síma 8668947
Nánari upplýsingar um kyrrðarbænina má finna hér á síðu sóknarinnar
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
15. maí 2018 13:22