Sunnudaginn 23. apríl verða tvær fermingarathafnir í Lágafellsókn. Sú fyrri er í Lágafellskirkju og hefst kl. 10:30. Þar munu 15 börn gera jesús Krist að leiðtoga lífs síns. Báðir prestar safnaðarins, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjóna í athöfninni. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú syngur og Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Síðari athöfn dagsins fer fram í Mosfellskirkju kl. 13:30. Þar verður eitt barn fermt. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og sama tónlistarfólk sem um tónlistina.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
19. apríl 2017 11:36