Guðsþjónusta verður í Mosfellskirkju sunnudaginn 30.október kl.11, sem er siðbótardagurinn. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, þjónar fyrir altari , Sr. Gunnar Kristjánsson, fyrrv. prófastur prédikar. Páll Ásmundsson les ritningarlestra. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene organista.
Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl. 13. Umsjón hafa Hreiðar, Bryndís og Kjartan.
Hjartanlega velkomin!
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
26. október 2016 11:14