Nú fögnum við því að allt safnaðarstarf er að hefjast í sókninni og höldu fjölskylduguðsþjónustu í Lágafellskirkju sunnudaginn 18. september kl. 11:00. Léttir söngvar og eitthvað við allra hæfi. Prestar safnaðarins, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn og djákni safnaðarins Rut G. Magnúsdóttir þjóna fyrir altari. Erla Rut Káradóttir spilar undir sönginn. Hildur Backmann er kirkjuvörður. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
14. september 2016 12:53