Lágafellssókn býður heim, eins og hinir Mosfellingarnir, til Guðsþjónustu sem verður í Mosfellskirkju kl. 11:00 sunnudaginn 28. ágúst. Er hún hluti af veglegri dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Yfirskrift prédikunarinnar er , Ekki bara gul, rauð, græn og blá og fjallar um þakklæti og fjölbreyttni mannlífsins. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Prestur er Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn. Verum öll velkomin !
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
24. ágúst 2016 13:10