Guðsþjónusta verður í Mosfellskirkju sunnudaginn 29. maí kl. 14:00. Dagurinn er kirkjudagur hestamanna og er guðsþjónustan unnin í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð í Mosfellsbæ. Ræðukona er Jóna Dís Bragadóttir formaður Harðar. Karlakórinn Stefnir syngur og organisti er Ragnar Jónsson. Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari. Hópreið hestamanna verður bæði til og frá kirkju og að athöfninni lokinni bíður Hestamannafélagið í kirkjukaffi í Reiðhöllinni. Guðsþjónustan er hluti af viðburðum í Hreyfiviku UMFÍ.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
26. maí 2016 20:35