Innsetningarmessa verður sunnudaginn 1.maí kl.17:00.  Þórhildur Ólafs, prófastur setur prestinn Arndísi G. Bernhardsdóttur Linn inn í embætti í Mosfellsprestakalli.  Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur aðstoðar og Rut G. Magnúsdóttir djákni sóknarinnar les bænir. Helga Kristín Magnúsdóttir og Karl Loftsson lesa ritningarlestra. Kirkjukór Lágafellssóknar og Skólakór Varmárskóla syngja. Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. Að athöfninni lokinni býður sóknarnefnd í súpu og brauð í safnaðarheimili Lágafellssóknar.

Biskup Íslands hefur skipað Arndísi G. Bernhardsdóttur Linn í embætti prests í Mosfellsprestakalli frá 1. maí að afloknum kosningum sem fóru fram í mars mánuði en þar hlaut Arndís meirihluta greiddra atkvæða.

 

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

24. apríl 2016 18:02

Deildu með vinum þínum