Kyrrðarstundir á aðventunni eru ómissandi hluti af safnaðarstarfi Lágafellssóknar. Í Mosfellskirkju verða kyrrðarstundir undir yfirskriftinni ,,Gríptu daginn“ í kyrrð haldnar fyrsta og annan laugardag í desember. Annars vegar laugardaginn 5. desember milli kl. 09:00 – 11:00 og hinsvegar laugardaginn 12. desember milli kl. 09:00 – 11:00. Við hefjum stundina í morgunrökkrinu með kristinni íhugun, kyrrðarbæn (Centering Prayer). Göngum síðan út í birtu dagsins og tökum stuttan göngutúr í dalnum. Í lok samverunnar ræðum við saman yfir heitu kakói og piparkökum. Umsjón hafa Sr. Arndís Linn og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandídat
Skráning er í síma 566 7113 og í gegnum netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is. Nánari upplýsingar um aðferð Kyrrðarbænarinnar er að finna á heimasíðunni: www.kristinihugun.is

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

3. desember 2015 16:28

Deildu með vinum þínum