Lágafellssókn býður eins og síðastliðina vetur upp á sjálfstyrkingu með aðferð Tólf spora – andlegu ferðalagi. Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú. Kynningarfundur verður í safnaðarheimilinu Þverholti 3, 3. hæð miðvikudagskvöldið 30. september kl. 18:30. Næstu þrjá miðvikudaga þar á eftir á sama stað og sama tíma verða opnir fundir til frekari kynningar á tólf spora vinnunni. Allir eru velkomnir á opnu fundina og ekki þarf að skrá sig til að taka þátt. Þátttökugjald er ekkert en fjárfesta þarf í vinnubók. Á fjórða fundi er hópunum lokað og sporavinnan hefst. Vinnan byggist á heimavinnu fyrir hvern fund, með því að svara spurningum tengdum hverju spori. Hópurinn hittist vikulega og fer yfir efni hvers fundar. Unnið er með bókina 12 sporin – Andlegt ferðalag. Hér er hægt að finna nánari upplýsingar um starfið.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
29. september 2015 15:42