Þá fer safnaðarstarf Lágafellssóknar smám saman að hefjast. Bænastundir á Eirhömrum og Prjónasamverurnar ríða á vaðið og verður sú fyrsta prjónasamveran í Safnaðarheimilinu fimmtudaginn 8. janúar og fyrsta bænastundin 7. janúar kl. 13:30. Tólf spora starf og Kristin íhugun fer líka af stað þessa vikuna. Sunnudagaskólinn hefst svo sunnudaginn 11. janúar. Frá og með 13 janúar hefst svo fermingarfræðsla og í sömu viku foreldramorgnar í safnaðarheimilinu og fyrirbænastundir í Lágafellskirkju. Barna og unglingastarfið verður líka á sínum stað uppúr miðjum mánuðinum. Allir ættu að geta fundið eitthvað safnaðastarf við hæfi og eru allir velkomnir að taka þátt.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
6. janúar 2015 13:36