Síðastliðin sunnudag hófst skráning fermingarbarna næsta vors, vorsins 2015, formlega með guðsþjónustu í Lágafellsskóla. Stór hluti árgangsins mætti galvaskur og var nokkur spenna í loftinu. Þau sem enn eiga eftir að skrá sig til leiks geta gert það með því að fylla út skráningarblaðið sem hægt er að nálgast hér og skila því í safnaðarheimilið Þverholti 3 eða senda það rafrænt á lagafellskirkja(hja)lagafellskirkja.is
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
22. maí 2014 11:11