Jólaljós – árlegir styrktartónleikar kirkjukórs Lágafellssóknar verða næstkomandi sunnudag, 24. nóvember kl. 16:00 i Guðríðarkirkju í Grafarholti. Á tónleikunum koma fram margir þekktir listamenn, Egill Ólafsson, Hafdís Huld, Raggi Bjarna, Stormsveitin, Birgir Haraldsson, Gréta Hergils, Tindatríóið, Kaleo, Vox populi og að sjálfsögðu Kirkjukór Lágafellssóknar. Stjórnandi viðburðarins er Arnhildur Valgarðsdóttir organisti í Lágafellskirkju. Miðaverð er kr. 3000 .- Ókeypist fyir börn yngri en 12 ára. Hægt er að kaupa miða í forsölu á netfanginu arnhildur(hja)simnet.is Í ár styrkir Jólaljós mosfellingana Eyþór Má Bjarnason og Katrínu Björk Baldvinsdóttur. Eyþór lenti í bifhjólaslysi í ágúst og Katrín greindist með brjóstakrabbamein í mars. Þau eiga fjögur ung börn.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
21. nóvember 2013 17:28