Á Pálmasunnudag, 24. mars verða tvær fermingarathafnir í Lágafellskirkju, kl. 10:30 og 13:00. Í fyrri athöfninni verða 17 börn fermd og 18 í þeirri síðari . Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Skírnir Garðarsson þjóna í báðum athöfnunum. Þá syngur Arnþrúður Karlsdóttir einsöng og Greta Salóme Stefánsdóttir leikur á fiðlu. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista sóknarinnar.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
20. mars 2013 10:28