Mætt: Karl, Helga, Svanhildur, Skírnir, Páll, Ragnheiður, Jón Þórður, Runólfur og Hreiðar Örn. Boðuð forföll: Elín Rósa, Gylfi, Hólmfríður og Vallý

Fundur settur
Formaður setti fundinn kl. 17:13

Ritningarlestur – bæn
Ragnheiður las úr 8 kafla Jóhannesarguðspjalli vers 31-32.
31Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir 32og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“
Leiddi hún síðan fundarmenn í bæn.

Fundargerð síðasta fundar frá 4. 10.2011
Fundargerð síðasta sóknarnefndarfundar var samþ.

Safnaðarstarfið
Sr. Ragnheiður fór yfir safnaðarstarfið. Mikið annríki hefur verið í október og ber þar hæst ferðalög tilvonandi fermingarbarna í fermingarnámskeið í Vatnaskóg. Safnaðarstarfið gegnur vel og er mikil aukning í því. Messusókn er einnig mjög góð. Næstkomandi mánudag verður samverustund með foreldrum fermingarbarna og fermingarbörnum. Þar munu þau Krístín Þórunn og Árni Svanur vera með fræðslu um netnotkun unglinga. Í guðsþjónustunni næstkomandi sunnudag verður Rit Magnúsdóttir verða sett inn í tengsl við söfnuðinn. Þetta er gert í framhaldi af vígslu hennar sem djákna nú í haust. Rut mun starfa sem djákni í vinaleiðinni í Lágafellsskóla. Á Kristniboðsdaginn 13. nóvember mun Gunnlaugur Gunnarsson kristniboði predika í guðsþjónustu þess dags. Árleg söfnun fermingarbarna verður mánudaginn 14. nóvember næstkomandi. Landsmót æskulýðsfélaga var haldið um síðustu helgi á Selfossi og tók góður hópur frá Lágafellskirkju .þátt í því. Nú þegar er hafinn undirbúningur að næsta landsmóti en það verður haldið á austurlandi að ári. TTT starf hefur verið blómlegt í vetur og í gær fór hátt í 30 manna hópur í bíósýninguna um ævintýri Tinna.
Helga Hinriksdóttir sagði frá vinnufélaga sínum sem fór í guðsþjónustu síðasta sunnudag að Mosfelli. Þema dagsins var Hallgrímur Pétursson. Var hann afar glaður með guðsþjónustuna og nálgun sr. Skírnis og kórsins á viðfangsefninu.

Kynningarmál –
Gylfi og Ragnheiður hafa fundað og farið yfir kynningarmálin. Fyrirhugaður er fundur með Gylfa, Ragnheiði, Skírni, Arndísi og Hreiðari núna næstkomandi fimmtudag.

Fjárhagsáætlun
Runólfur fór yfir fyrirhugaða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Fundað verður um verkferla á næstunni.

Kirkjugarðar
Fyrir ári síðan hittu Ragnheiður og Hreiðar Guðmund Rafn frá Kirkjugarðaráði. Í kjölfari þess fundar ætlaði Guðmundur að gera skissur um næstu skref við kirkjugarðana okkar. Guðmundur hefur meðal annars verið í sambandi við Kjartan Mogesen, en hann teiknaði nýja garðinn að Mosfelli. Guðmundur mun koma á næsta fund sóknarnefndar og kynna drög sín og fleira.
Þakkarsamvera 17.11.2011
Jón Þórður sagði frá vinnu vinnuhópsins um þakkarsamveru. Samveran verður haldin fimmtudagskvöldið 17. nóvember klukkan 18:00 og munu Vallý, Jón Þórður ásamt Hreiðari sjá um skipulag og matseld. Samveran sem átti að vera 1. desember verður sameinuð þessari. Í byrjun næstu viku verða send út boðsbréf þar sem fólk er beðið um að skrá sig.

Skipan í nefndir
Tillaga að skipan fólks í byggingarnefnd
Ragnheiður og Hreiðar komu með tillögu að skipan í byggingarnefnd. Tillagan var samþ. Í nefndinni eru þá: Ólafur Gunnarsson (form), Jón Þórður Jónsson, Birgir D. Sveinsson, Karl E. Loftsson, Már Karlsson, Svanhildur Þorkelsdóttir, Hilmar Sigurðsson og Ragnheiður Jónsdóttir. Byggingarnefnd sem og aðrar nefndir þurfa að vera opnar og sveigjanlegar. Þegar fram líður þarf að auka fagfólk í byggingarnefndina.
Önnur mál
GLS – Global Leadership Summit
Willow Creek samtökin (The Willow Creek Association, WCA), hafa haldið leiðtogaráðstefnuna Global Leadership Summit (GLS) árlega í byrjun ágúst frá 1995, í Willow Creek kirkjunni í Chicago í Bandaríkjunum. Hefur hún notið svo mikilla vinsælda að síðustu árin hefur hún verið send út samtímis um gervihnött til margra staða í Norður-Ameríku (BNA og Kanada), meira en 170 staða á þessu ári með um 100.000 þátttakendum. Frá árinu 2005 hafa þessar ráðstefnur einnig verið haldnar utan Bandaríkjanna. Notaðar eru hágæða DVD upptökur frá ráðstefnunni í ágúst sem er varpað á breiðtjald. Þessar ráðstefnur eru haldnar seinna um haustið/veturinn svo að hægt sé að þýða og staðfæra fyrirlestra, texta þá og framleiða DVD diska fyrir hvert land.
Frá upphafi, þ.e. árinu 2005, hafa þessar ráðstefnur verið haldnar á öllum Norðurlöndunum (Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi), í flestum þeirra á fleiri en einum stað samtímis. GLS var haldið í fyrsta sinn í Færeyjum árið 2008 og hlaut þar gríðarlega góðar viðtökur, með 400 þátttakendur. Í nóvember 2009, var hún svo loks haldin á Íslandi með um 200 þátttakendum og aftur ári síðar með svipuðum fjölda. Í ár verður hun haldin næstkomandi föstudag og laugardagí Salnum í Kópavogi.
Aðgreining starfsþátta, sameining sjóða og sókna
Á haustmánuðum árið 2010 varð það að samkomulagi milli Ríkisendurskoðuna  og kirkjuráðs að gerð yrði úttekt á stjórnsýslu Biskupsstofu og beindist hún fyrst og fremst að núverandi stjórnsýslu og skipulagi Biskupsstofu og mögulegum breytingum til einföldunar og hagræðingar. Einnig komu til skoðunar helstu sjóðir sem heyra undir þjóðkirkjuna og hvort fækka skuli sóknum. Skýrslan var birt í dag og hægt er að nálgast hana á heimasíðu Þjóðkirkjunnar.www.kirkjan.is
Svanhildur vildi fá skoðun prestanna á því hvort að þeim fyndist að biskup Íslands ætti að segja af sér. . Sr. Ragnheiður sagði það rödd fólksins í landinu að hann ætti að segja af sér og að taldi hún að hann myndi gera það bráðlega. Sr. Skírnir sagðist vera hættur að tjá sig um málefni biskups og biskupsstofu og skýrði hann fyrir fundarmönnum hversvegna. Sagði hann það vera neyðarlegt fyrir biskup að segja ekki af sér. Nokkrar umræður spunnust um þetta mál.

Fundi slitið kl. 18:27
Fundargerð – HÖZS

Guðmundur Karl Einarsson

1. nóvember 2011 18:46

Deildu með vinum þínum