Fundur settur
Formaður setti fundinn klukkan 17:04
- Orð og bæn
Sr. Ragnheiður las úr bréfi Páls til Efesusmanna. Eftir lesturinn leiddi hún fundarmenn í bæn.
Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn, 6einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum, með öllum og í öllum.7Sérhvert okkar þáði af Kristi sína náðargjöf. 8Því segir ritningin: „Hann steig upp til hæða, hertók fanga og gaf mönnunum gjafir.“ 9En „steig upp“, hvað merkir það annað en að hann hefur einnig stigið niður í undirdjúp jarðarinnar? 10Sá sem steig niður er og sá sem upp sté, upp yfir alla himna til þess að fullna allt.11Og frá honum er sú gjöf komin að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar. 12Þeir eiga að fullkomna hin heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar,13þangað til við verðum öll einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar. Ef. 6 – 13
- Fundargerð síðasta sóknarnefndarfundar
Fundargerð síðasta fundar samþykkt. Sjá fylgsjk 1
- Aðalsafnaðarfundur 12. maí næstkomandi
Björn Björgvinsson, endurskoðandi kom og fór yfir reikninga kirkju og kirkjugarðs síðastsliðið starfsár. Sjá einnig fylgskj 2.
- Reikningar
Eftir yfirferð Björns voru reikningarnir undirritaðir.
- Fundarstjórn / fundarritun
Fundarstjóri verður Jón Þórður og fundarritun annast Hreiðar Örn
- Safnaðarstarfið
Ragnheiður fór yfir safnaðarstarfið. Krílasöngsnámskeiðið tókst vel og höfum við sótt um styrk til prófastsdæmisins um styrk vegna þess. Kynningarbæklingur vegna fermingarstarfs næsta vetrar hefur verið sent út til fermingarbarna og forráðamanna þeirra (fylgiskj 4). Sérstök kvölsguðsþjónusta verður næstkomandi sunnudagskvöld þar sem skráning hefst í fermingarstarfið. Kyrrðardagur verður í Mosfellskirkju næstkomandi laugardag í Mosfellskirkju. Í lágafellskirkju verður vorhátíð barnastarfsins.
Búið er að skipuleggja sumarið og er guðsþjónusta hvern helgan dag. Guðmundur Ómar mun sjá um orgelleik í sumar.Foreldramorgnar verða fram í sumarið og eldri hópur æskulýðsstarfsins verður með starf til loka júlí. Sá hópur er á förum í sumar á kristilegt mót í Dk. Í undirbúningi er vorhátíð starfsfólks og allra þeirra sem að starfinu koma. Verið er að undirbúa golfmót. Umsjón með þessu hefur Fjóla, djákni. Hugmynd kom upp um að fara í vettvangsferð í kirkjur, kirkjugarða og safnaðarheimili í byrjun sumars.
- Starfsmannamál
- Afleysing í launalausu leyfi Jónasar 15.08.2010 – 31.05.2010
Ragnheiði var falið ásamt Hreiðari að vinna áfram með málið.
- Kirkjubyggingarmál
- Staða mála
Kristján fór yfir stöðu málsins í dag. Nauðsynlegt er að uppfæra eða gera nýtt erindisbréf fyrir byggingarnefndina. Sjá nánar fylgiskj 3. Almennt var rætt um fjáröflun vegna fyrirhugaðrar kirkjubyggingar. Sóknarprestur óskaði eftir viðbrögðum sóknarnefndar vegna lækkandi sóknargjalda og tilvísunar um aðhald í rekstri á komandi árum. Engin ákvörðun var tekin að svo komnu máli.
- Önnur mál
- Framlag sóknarinnar til: Hjálparstarfs kirkjunnar / velferðarsjóðs
Samþ að greiða 100.000.kr til Hjálparstarfsins núna í vor og aftur í haust.
- Vorboðarnir – beiðni um aðstöðu til söngæfinga
Samþ að veita þeim aðstöðu án endurgjalds til söngæfinga frá og með 1. september á mánudögum milli 13:00 – 16:00
- Kirkjukór – styrkur vegna ferðalags/tónleika
Styrkbeiðnin var samþ.
- Beitarhólf
Hreiðar tilkynnti að eftir að hann ræddi við bóndann á Hrísbrú vegna beitarhólfs við kirkjugarðinn, þá hefði hann ákveðið að hvíla þetta svæði fram yfir mitt sumar.
Ekki fleira gert
Fundi slitið kl. 19:15
Fundargerð ritaði. HÖZS
Guðmundur Karl Einarsson
10. maí 2010 18:41